Vegna mikils áhuga verður Miðlun að handan áfram með Þriðjudags Þemakvöld nú á vorönn 2023.

Öll þriðjudagskvöld tímabilið 10.janúar – 28.febrúar frá kl. 20 – 22.

Athugið að húsið lokar 20:05 þar sem hvert kvöld hefst á hugleiðslu.

Staðsetning: Síðumúli 29, bakhús á 1.hæð.

Ertu næm/ur, forvitinn eða leitandi. Þú getur komið hvaða kvöld sem þú vilt og greitt 2.000 kr. fyrir skiptið.

Öll vinna hefst með hugleiðslu, jarðtengingu og vernd. Einnig enda þau með þakklæti, vernd og lokun. Miðill aðstoðar við tengingar og svarar spurningum. Leikum okkur og deilum hvert með öðru, gott tækifæri til að nota hæfileika sína. Komið og verið partur af kærleiksfjölskyldu Miðlunar að handan.

Dagskrá:

10. janúar:
Áramótaspá, hvað mun árið 2023 færa okkur, takið með ykkur spil eða hvað það er sem þið notið við tengingar. Blönduð aðferð.

17. janúar:
Áhersla á rúnir – norræna hefðin á Þorra.

24. janúar:
Áhersla á bænabók og heilun – getum við hjálpað í kringum okkur.

31. janúar:
Áhersla á drauma og draumráðningar – viltu hlusta á leiðsögn sem kemur til þín.

7.febrúar:
Áhersla á drauga og vernd / galdrastafir / bollaspá, taktu með þér spábolla.

*Muna að blása kross í bollann þegar þú ert búin/n/ð að drekka úr honum og snúa 3 hringi réttsælis og þrjá rangsælis áður en þú leggur hann til þerris.

14. febrúar:
Áhersla á pendúl og hlutskyggni (taktu með þér hlut með sögu).

21. febrúar:
Áhersla á tarot – stendur þú á tímamótum.

28.febrúar:
Áhersla á ósjálfráða skrift.