félagsaðild og félagsgjöld

Til að ger­ast fé­lagi að Miðlun að handan þarf að sækja um félagsaðild hjá félaginu á þar til gerðu skráningarformi þar sem fram kemur nafn, símanúmer kennitala og tölvupóstfang. Stjórnin sam­þykk­ir eða hafn­ar um­sókn­inni á grund­velli þeirra skil­yrða sem sett eru fram í sam­þykkt­um og reglum félagsins.

 

Félagsgjald hefur verið ákveðið 6000 kr. fyrir árið. 

 

Félagsmenn fá tvo afsláttarmiða á ári sem gilda sem 2 fyrir 1 á skyggnilýsingarfund og 1stk.1000 kr. afsláttarmiða sem má nýta í einka- eða hóptíma. 

Félagsmenn eru á forgangslista á námskeiðum.

 

Skil­yrði fyr­ir því að vera gildur fé­lagi er að vera búinn að greiða félagsgjald og hafa verið virkur í starfsemi félagsins í amk. 6 mánuði. 

 

All­ir virk­ir styrktarað­il­ar geta gerst félagsmenn Miðlun að Handan án kröfu um að árgjald sé greitt aukalega, enda nemi styrkurinn hærri upphæð en 6.000 kr.  

 

Skil­grein­ing á virk­um félagsmanni/styrktarað­ila er ein­stak­ling­ur sem greitt hef­ur fram­lag til félagsins, í a.m.k. 6 mán­uði á und­an­far­andi 12 mán­uð­um, að lágmarki  6.000 kr. eða meira, er með gildan greiðslusamning og er ekki í skuld við félagið.



Hafi einstaklingur gert eitthvað til þess að sverta nafn félagsins eða nafn einhverns sem tengdur er félaginu, notfært sér aðstöðu sína til eigin framdráttar á kostnað félags eða félagsmanns, eða brotið gegn siða – og trúnaðarreglum félagsins, hefur stjórn félagsins heimild til að neita  þessum einstakling inngöngu í félagið, án frekar útskýringa.

 

Stjórn félagsins get­ur ákveð­ið að víkja fé­laga úr sam­tök­un­um sé ákvörð­un­in tek­in af meirihluta stjórn­ar. Heim­ilt að taka slíka ákvörð­un hafi fé­lag­i brot­ið gegn ákvæð­um sam­þykkta þess­ara og/eða öðr­um bind­andi leið­bein­ing­um sem gefn­ar eru út af félaginu eða ef fé­lagi skað­ar félagið og/eða orð­spor þess. 

Þeg­ar tek­in er ákvörð­un um brott­vikn­ingu skal ákvörð­un­in til­kynnt fé­laga skrif­lega. 

Ákvörð­un­in öðl­ast strax gildi. Fé­lagi get­ur, inn­an 30 daga frá dagsetningu bréfs, kraf­ist þess að brott­vikn­ing sé bor­in und­ir stjórn og hún end­ur­skoð­uð af stjórn sam­tak­anna.

 

Hafi fé­lagi ekki greitt fé­lags­gjald í meira en 3 mán­uði frá gjald­daga lít­ur stjórn svo á að van­skil fé­lags­gjalds séu ígildi upp­sagn­ar fé­lags­að­ild­ar.

 

Til að nýta kosningarétt á aðalfundum, þarf félagsaðili að vera gildur. 

Þ.e. að hafa verið virkur í amk 6 mánuði, vera með félagsgjald sitt greitt og í skilum,

hafa skrifað undir trúnaðar samning og hafa eingöngu sýnt af sér háttsemi sem gæti talist til góðs fyrir félagið











Reglur samþykktar af stjórn Miðlun að Handan þann 23.10.23