
HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á AÐ VINNA MEÐ MIÐLUN AÐ HANDAN?
Miðlun að Handan er ávallt opin fyrir nýjum aðilum sem vinna með andleg málefni. Við erum einnig með meðferðarherbergi sem hægt er að fá leigt til skemmri eða lengri tíma.
VÆNTANLEG NÁMSKEIÐ

Andleg Vakning með Önnu Kristínu - 03. október 2023
Námskeiðið er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í andlegri vakningu, en einnig þá sem hafa komið nálægt andlegum málum en vilja dýpka og efla skilning og tengingar sínar. Við förum yfir hugleiðslur, sem eru lykillinn að okkar tengingum. Lærum að mynda góð tengsl við leiðbeinendur og lærum að treysta þeim skilaboðum sem til okkar koma að handan. Við munum svo enda á að fara yfir helstu verkfæri miðla og fáum gestamiðil til að deila sinni reynslu. Þetta námskeið er mjög góður undirbúningur fyrir þá sem vilja starfa sem miðill en einnig þá sem vilja getað aðstoðað fólk í kringum sig. Námskeiðið er 4 vikur (8 klst.) og hámark eru 10 saman á hverju námskeiði til að tryggja gæði námskeiðis. Í lok námskeiðs, býðst þátttakendum tækifæri á að miðla/spá fyrir gestum, með þeim verkfærum sem þau hafa öðlast. 03.-24. október kl. 20.00-22.00 Verð 40.000kr.

Rúnanámskeið með Ester - 23.-24. september 2023
Ester Sveinbjarnardóttir miðill heldur námskeið í rúnalestri í Síðumúla 29. Laugardagur 23.september 2023: 10:00-15:00 Sunnudagur 24.september 2023: 10:00-14:00 Markmið námskeiðs er að kenna fólki að spá í Fuþark (rúnir 24 stafir + auðrún) með því að nota tengingar við norræna goðafræði. Í samvinnu við nemendur gerum við leiðsagnakort fyrir hvern og einn á námskeiðinu og æfum okkur í að spá með rúnunum. Farið verður yfir það hvað hver og ein rún táknar og hvernig er hægt að tengja þær við spyrjandann með leiðsagnakorti. Rúnunum er kastað á kortið og svo lesið úr því. Ekki spurning að hér er hægt að fá svör við ýmsum brennandi spurningum eins og „Um hvað reiddust goðin, þá hér brann hraunið, er nú stöndum vér á? “ við upphaf Reykjaneselda”. Verð: 25.000 kr.

Andlegt þróunar- og næmni námskeið hjá Siddý - Haust
Tilgangur námskeiðisins er; eins og felst í nafninu, að auka næmni og þróa andlega hæfileika þátttakenda. Hugleitt er í byrjun til að tengjast leiðbeinendum og andlega orkusviðinu og til að fá vernd fyrir hópinn. Síðan fara fram ýmsar æfingar í t.d. heilun, hlutskyggni, lestri í spil og fleiru sem tilheyrir andlegri vinnu. Allir fá að spreyta sig og þarna uppgötva margir hvar þeirra styrkur liggur og hverja af þeirra andlegu gjöfum viðkomandi langar að þróa áfram. Námskeiðið er 1 sinni í viku 2 tíma í senn og stendur í 1 mánuð

Þemakvöld - haust
Við stefnum á að vera með þemaklúbb í haust. Þá verða mismunandi áherslur í hverjum tíma og hentar einstaklega vel fyrir þá sem eru forvitnir um mismunandi andleg málefni án þess að hafa þó kynnt sér þau mjög náið. Öll vinna hefst með hugleiðslu, jarðtengingu og vernd. Einnig enda þau með þakklæti, vernd og lokun. Miðill aðstoðar við tengingar og svarar spurningum. Leikum okkur og deilum hvert með öðru, gott tækifæri til að nota hæfileika sína.

Hugleiðslu hópur & Núvitund - haust
Þú lærir að tileinka þér hugleiðslutækni sem róar hugann, örvar núvitund og eykur árvekni. Þú lærir að upplifa dýpri hvíld en í venjulegum svefni. Þú öðlast andrými og hugarró og færð ný verkfæri sem munu nýtast þér í daglegu lífi.

Þróunarhópur með Ester & Guðrúnu - Haust
Þróunar hópar eru fyrir þá sem vilja bæta við og efla eigin andlega eiginleika. Farið verður í helstu tækni, aðferðir og æfingar til þess að þú náir sem bestum árangri.Við kennum aðferðir við hugleiðslur, tengingar til verndar, jarðtengingar, tengingar við handan heiminn og leiðbeinendur. Við kennum nemendum að setja mörk, hlusta á innsæið og fara inn í traustið. Við skoðum allskonar spil, pendúla, orkusteina, kristalskúlu, draummerkingar eða hvað sem getur hjálpað við tengingar.

Örnámskeið - Jarðtengingar & Vernd með Ester
Stutt námskeið í jarðtengingum og vernd. Nánari lýsing kemur seinna.

Tarot námskeið með sigrúnu
Tarotnámskeið verður kennt hjá Miðlun að Handan.
Kennari er Sigrún Gunnarsdóttir hjá Heilunarskólanum.
Kennt verður skv. hefðinni og farið alveg í grunninn á túlkun spilanna og eingöngu verða notuð Ride Waite spilin.
Markmiðið er að nemendur læri að skilja Tarotspilin, hvernig þau vinna saman og geti lagt þau og lesið úr þeim að námskeiði loknu.
Kennsluefni fylgir með námskeiðinu og þeir sem ekki eiga Rider Waite spilin geta keypt þau á staðnum á sanngjörnu verði.
Verð: 30.000kr
Best að skrá sig á netfang heilunarskoli@gmail.com