Miðlun að Handan - Podcast

Við hjá Miðlun að handan ákváðum að fara af stað með podcast til að varpa ljósi á andleg málefni og breyta þeirri sýn að fólk sem er andlegt sé talið skrítið. 

Okkur þótti nauðsynlegt að gera okkar besta til að breyta þessari sýn á andlegum málum, með því að opna á andlega umræðu og tala við mismunandi fólk sem starfar við þessi andlegu mál. 

Okkur þótti einnig nauðsynlegt að sýna fram á að það eru margar mismunandi leiðir og tengingar við anda heiminn. 

Við höfum öll andlega hlið og tengingar sem við getum eflt ef við viljum og þá er líka gott að hafa góðan stað til að leita á fyrir stuðning og eflingu á þessu sviði.

Í þáttunum ræðum við meðal annars við miðla um þeirra andlegu vakningu og miðlastarfið. Það verða líka þættir um mismunandi málefni eins og karma, fyrri líf, draugang og andlegar vakningar af ýmsum toga.

Fylgdu Podcastinu á Facebook til þess að sjá nýjustu fréttir og upplýsingar um komandi þætti!

VILTU KOMA Í VIÐTAL?