Spákaffi!

Við ljúkum viðburðum ársins á spákaffi, laugardaginn þann 16. desember kl 14.00-16.00. Tilvalinn tími til þess að skyggnast inn í framtíðina, það verður hægt að fá spá í spil, bolla, kristal kúlu og pendúl. Ef þú vilt láta lesa í bolla er best að þú komir með hann með þér. Þá er drukkið svart kaffi úr bollanum, kross blásinn í hann og bollanum snúið þrisvar á hvolfi réttsælis yfir höfðinu og aftur þrisvar rangsælis áður en hann er lagður til þerris á hvolfi. Kaffi og ein spá á aðeins 2.500kr Félagsmenn fá 2 fyrir 1 á þennan viðburð.