Þorrinn nálgast og af því tilefni heldur Ester Sveinbjarnardóttir miðill námskeið í rúnalestri. Námskeiðið er þrjú skipti, fyrstu föstudagana í febrúar.
Markmið námskeiðs er að kenna fólki að spá í Fuþark (rúnir 24 stafir + auðrún) með því að nota tengingar við norræna goðafræði.
Farið verður yfir það hvað hver og ein rún táknar og hvernig er hægt að tengja þær við spyrjandann með leiðsagnakorti. Rúnunum er kastað á kortið og svo lesið úr því. Í samvinnu við nemendur gerum við leiðsagnakort fyrir hvern og einn á námskeiðinu og æfum okkur í að spá með rúnunum.
Ekki spurning að hér er hægt að fá svör við ýmsum brennandi spurningum eins og „Um hvað reiddust goðin, þá hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ við upphaf Reykjaneselda.
Tímasetningar:
Föstudagur 3.febrúar:
17:00-20:00
Föstudagur 10.febrúar:
17:00-20:00
Föstudagur 17.febrúar:
17:00-20:00
Staðsetning:
Síðumúli 29, bakhús á 1.hæð.
Verð snemmskráning (til 24.jan)
16.000
Almennt verð (frá 25.jan)
22.000
Skráning: með því að senda nafn og símanúmer í tölvupósti á midlunadhandan@gmail.com eða með því að hafa samband í message á Faceook síðu Miðlun að handan.