Sigríður "Siddý" Jörundsdóttir

MIÐILL

Sigríður "Siddý" Jörundsdóttir

Siddý hefur verið næm frá barnsaldri.

Hún spáði í spil fyrir vinnufélaga, vini og vandamenn frá unglingsaldri og var þá með venjuleg spil.
Áhuginn á öðrum tegundum spila kom seinna.

Siddý hefur sótt ýmis námskeið í andlegum málum. Hún tók Reiki I námskeið hér heima og sat þróunarhópa.
Einnig tók hún heilunarnámskeið hjá Arthur Findlay Spiritual College, Stansted, Englandi.

Siddý hefur lesið í spil í mörg ár, unnið sem heilari og verið leiðbeinandi með marga þróunarhópa og hugleiðsluhópa s.l. 20 ár.
Einnig hefur hún verið í bænahóp og er með bænabók.

Undanfarin ár hafa spil átt stóran þátt í andlegri vinnu Siddýjar ásamt heilun.
Notar hún margskonar spil samtímis, en samt ekki Tarot spil.
Kallar hún þetta að „lesa í spilin“.

Siddý býður uppá einkatíma í lestri í spil og-/eða heilun. Einnig býður hún uppá þróunarhópa eða hugleiðsluhópa með haustinu.

Bókaðu tíma hjá Siddý hér