Rósa Dagbjört Hilmarsdóttir
Reikiheilun og fyrrilífadáleiðari
Rósa Dagbjört Hilmarsdóttir
Rósa Dagbjört er hjúkrunarfræðingur að mennt með viðbótardiplómu í geðhjúkrunarfræði. Hún hefur lengi verið viðloðandi heilun og andleg málefn og var á tímabili í stjórn Sálarrannsóknarfélags Íslands. Rósa var mörg ár í þróunarhóp hjá Friðbjörgu Óskarsdóttur í Kærleikssetrinu en tók einnig ýmis námskeið, þar á meðal Barbara Brennan heilunarnámskeið sem Karina Becker stóð fyrir og staðsett var í Kærleikssetrinu. Hún lærði fyrrilífsdáleiðslunám hjá Vigdísi Steinþórsdóttur. Hún lærði reiki hjá Heilunarskóla Sigrúnar Gunnarsdóttur og er reikiheilari. Dáleiðsla líkist í mörgu hugleiðslu. Hún hægir á meðvitundinni svo hægt sé að nálgast undirmeðvitundina og vinna með hana til þess að hjálpa þeim dáleidda og því sem er að hrjá hann. Dáleiðandinn leiðir einungis dáleiðsluna og heldur þeim dáleidda við efnið þannig að sem bestur árangur náist. Í raun og veru dáleiðir viðkomandi sjálfan sig og mun ekki gera neitt sem brýtur í bága við eðli hans. Hann mun muna allt sem kemur fram í dáleiðslunni og vera meðvitaður um hvað er um að vera. Fyrir dáleiðslutímana væri gott ef viðkomandi væri búinn að ákveða hvað hann vill vinna með eins og tilfinningar, samskipti, líkamleg einkenni eða það sem að gæti gagnast best í nánustu framtíð.
Reiki er heilun með handayfirlögn eða fjarheilun. Reiki er eingöngu jákvætt og skaðar engann sama hverjar aðstæðurnar eru. Það eina sem þarf er að þiggjandinn gefur leyfi til heilunar sama hvort hann trúir á heilun eða ekki.
Bókaðu tíma hjá Rósu Dagbjörtu hér