Anna Kristín Axelsdóttir Sandholt

MIÐILL

Anna Kristín Axelsdóttir Sandholt

Anna Kristín hefur verið næm og sjáandi frá barnsaldri.

Hún hefur ætíð notað hæfileika sina til að hjálpa fólki með áföll og ráðgjöf og hefur fólk leitað til hennar með sín hjartans mál alla tíð.

Anna Kristín miðlar og veitir ráðgjöf varðandi tilfinningar, sjálfseflingu og almenna eflingu á þeim sviðum lífsins sem viðkomandi þarf.

Með aðstoð sinna leiðbeinenda , pendúls og stundum tarot, gefur hún svör og ráðleggingar við lífsins spurningum, til að hjálpa fólki að lifa lífinu til fulls.

Anna Kristín er einnig þáttastjórnandi podcastsins “Miðlun að Handan – Podcast”, sem er aðgengilegt inni á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Þér er mætt með kærleika, skilningi, virðingu og einlægni hjá henni og markmið hennar er að hjálpa þeim sem til hennar leita.

Anna Kristín býður uppá einkatíma og símatíma/online fundi og hægt er að bóka hana fyrir smærri hópa og í heimahús.

Bókaðu tíma hjá Önnu Kristínu hér