Í dag 2.nóvember er Día de los Muertos fagnað í Mexíkó. Á Íslandi hefur þessi dagur verið kallaður Dagur hinna dauðu eða Allrasálnamessa. Þetta er sérstakur dagur til þess að heiðra minningu látinna ástvina og á sama tíma fagna lífi þeirra. Til dæmis með því að kveikja á kertum, fara að leiðum ástvina með gjafir eða blóm eða elda uppáhaldsmat þeirra svo eitthvað sé nefnt. Á þessum degi minnumst við ástvina okkar með gleði, þakklæti og ást í hjarta.