Arfleiðin - Lykill að leyndarmálum

eftir Ester Sveinbjarnardóttir

Rúnir

Rúnir eru arfleiðin okkar norrænna manna, samt svo ótrúlega lítið sem dulrænt fólk notar þessa
skemmtilegu leið til að forvitnast um framtíð, nútíð og fortíð.

Mín kenning er sú að þessi þekking hafi
hreinlega dottið niður og nú sé Óðinn sjálfur að tengja nútímann við þessa gömlu hefð með því að milða
efninu til mín sem miðils.

Þegar ég var unglingur að alast upp undir Eyjafjöllum, rétt 5 mínúta gangi frá sjónum þar sem mikið var
af sléttum steinvölum sem kölluðu svo ótrúlega á mig.

Ég fór að safna þeim saman og ákvað að nota þær sem rúnasteina og risti á þær rúnir með málningu, þar sem leiðsagnarbækur um rúnir voru engan
vegin á þá leið að leiða mig að leyndarmálum þeirra, fór ég að skrifa sjálf niður það sem kom til mín.

Þetta bras mitt, þróaðist svo í það að ég fór að selja rúnir í Gjafir jarðar með mína skýringar á rúnunum á
íslensku og ensku.

 

Það var mikil eftirsókn eftir þessum hlutum til ferðamanna sem vildu kynna sér
hefðir og uppruna íslendinga.

Eftir mjörg ár lá leið mín í Sálarrannsóknarfélag Íslands, þar sem ég varð starfandi miðill og var mér boðið
að vera með kennslu.

Þá lá þá beinast við að gera námsefni fyrir rúnalestur og hófst langt ferli með því
að ég hugleiddi á sérhverja rún og skrifaði aftur niður þær merkingar sem komu til mín.

Ég hélt svo námskeið hjá víkingafélaginu Rimmugýgum í Hafnarfirði.

Þegar við nemendur mínir bárum saman merkingarnar á því sem ég gerði sem unglingur og þær sem ég gerði sem þroskaður miðill sáum við
augljóslega mun á því hvað efnið var aðgengilegra til að tileinka sér og laga að þeim hæfileikum sem hver
og einn bjó yfir.

Ég kenni fólki að búa til sitt eigið leiðsagnarkort til að dýpka tengingarnar við rúnirnar og auðvelda þeim
að lesa úr þeim, hvort sem þú gerir þetta bara fyrir þig eða leyfir öðrum að njóta þekkingar þinnar.

 

Rúnir

Helstu heimildir sem eru til um norræna goðafræði er úr Snorra Eddu, Völuspá og Vafþrúðnismálum.

Ýmsir fræðimenn eins og Ólafur Brím hafa skrifað um norræna goðafræði en það er mikilvægt að kynna sér merkingafræðina og söguna á bakvið merkingarnar til að fá innsýn inn í þau skilaboð sem koma til okkar með hverri rún.

Heimur
Mynd eftir: Evana Kisa

Í norrænni goðafræði er heimurinn samansettur af þremur megin heimum;
Miðgarður (jörðin).
Nifilheimur (undirheimar, bústaður Heljar).
Ásgarður heimili ása og ásynja.

Miðgarður – Jörðin

Sem er bústaður manna og eða garðurinn sem er umhverfis íverustaðar manneskjunnar.

Miðgarður er við rætur Yggdrasils og við jaðar Útgarðs (jötunheima), þar sem jötnar
búa og Álfheima þar sem álfar búa.

Miðgarður tengist líka Ásgarði í gegnum regnbogarbrúnna Bifröst.

Einnig tengist jörðin við undirheima og Hel.

Múspellsheimur

Heimur brennandi elds og steikjandi hita.

Sagt er að enginn geti þar staði vegna hita, nema að vera úr brunabergi.

Surtur býr þar og er með logandi sverð og mun hann fara við enda veraldarinnar og brenna allan heiminn með eldi.

„Þegar hiti múspellsheims og kuldi niflheims mættust í ginnungagöpum, varð til jötunn sá er Ýmir heitir“.

Svartálfaheimur

Svartálfarnir eru atorkumiklir dvergar og völundssmiðir og smíðuðu þeir m.a. fjöturinn Gleypnir, sem var notaður til að fjötra Fenrisúlf.

Niðavellir (Niflheimur)

Niðavellir eru nokkurskonar undirheima og tengist Ásgarði og Jötunheimum með rótum Yggdrasils.

Þarna er íverustaður dverga sem eru af Sindra ættum. Þar er mikill kuldi og myrkur, þar sem hin frosna ár sem bera heitið Élivogar og brunnirinn Hvelgeimir.

Úr brunninum renna ár er svo heita: Svöl, Gunnþrá, Fjörm, Fimbulþul, Slíður, Hríð, Sylgur, Ylgur, Víð, Leiftur og Gjöll sem er næst Helgrindum.

Helheimur

Helheimur, er veröld þeirra dauðu og er dóttir Loka, Hel sú sem ræður þar ríkjum.

Þeir sem
enda í hel hafa þá dáið „óheiðarlegum“ dauða, eða að deyja úr elli en ekki í bardaga.

Hel stjórnar Niftheimum (einskonar helvíti) og er undirheima gyðja.

Náströnd 

Náströnd er staður þar sem ormurinn Níðhöggur (eða dreki) sýgur lík látinna manna.

Á Náströnd er salur með veggjum fléttuðum úr ormahryggjum og ormahöfuð blása þar eitri.

Hann drekkur blóð dauðra
og étur nái.

Milli hans og arnarins sem situr hæst í greinum Asks (Yggdrasil) ber íkorninn Ratatoskur ófriðarorð.

Í brunninum Hvergelmi hvelur hann hina dauðu.

Einnig nagar Níðhöggur (hinn hatursfulli sem heggur), rætur Yggdrasils.

Vanaheimur

Er íverustaður guðanna sem kallaðir eru Vanir sem eru afkomendur Æsa.

Þessi hópur guða eru hópur guða sem tengjast frjósemi, visku og getu til að sjá framtíðina.

Guð alsnægtar, Njörður býr í Nóatúni með konu sinni Skaða, ásamt börnum þeirra Frey og Freyju sem eru taldin með Lifa með Vönum.

Njörður er af Vanaætt, guð sjávarins, réð yfir sjó, vindum, eldum, veiðum, auðæfum og
uppskeru / frjósemi.

Hann var sendur til Áslands sem gísl til að halda friðinn á milli Vanaland og Áslands
ásamt börnum sínum Frey og Freyju í skiptum fyrir Hænir úr Áslandi.

Kona hans hét Skaði, hún vildi ekki búa við sjóinn þar sem Njörður vildi vera, heldur í Þrymheimum sem faðir hennar átti svo hún gæri farið
á veiðar.

 

Rán var gift jötninum Ægi, hún reynir að ginna sæfara, er ásynja drukknandi manna og ták alls ills og hættulega við hafið.

Ægir er guð sædýra og er góði hluti hafsins.

Þau eiga níu dætur sem eru öldurnar: Bára, Blóðughödda, Bylgja, Dúfa, Hefringa, Himinglæva, Hrönn eða Dröfn, Kólga og Unnur.

Freyr bjó í Álfheimum, en þar búa ljósálfar og dökkálfar sem búa niðri í jörðu.

Ljósálfar eru fegurri en sól
en dökkálfar eru svartari en bik.

Álfheimana fékk hann í tannfé, auk þess á hann skipið Skíðblaðni, sem fékk byr í seglin svo það barst til þeirrar áttar sem halda átti, þegar það var ekki í notkun, var hægt að
taka það saman og geyma í farteski sínu.

Einnig átti hann vagninn sem gölturinn Gullinbursti dregur.

Freyr er talinn mestur af goðaættinni Vönum og mikilvægasta frjósemisgoð hinnar norrænu goðafræði.

Hann ræður fyrir regni og skini sólar og þar með gróðri jarðar.

Hann var sendur til Áslands sem gísl með föður sínum til að halda friðinn á milli Vanalanda og Áslands.

Freyja er af Vanaætt, býr á Fólkvangi og er salur hennar nefndur Sessrúmnir (salur sem rúmar mörg sæti).

Hún er gyðja, ástar, kynlífs, fegurðar, frjósemis, gulls, seiðs, stríðs, dauða og heimila.

Hún fer um allt á reiðvagni sem er dregin áfram af tveim köttum.  

Mímir var vitrastur allra og fór Óðinn fór oft til hans að fá þekkingu.

Hann var sendur til Vanalands sem gísl til að halda friðinn á milli Áslands og Vanalands.

Hann var svo hálshöggvinn því að Vanirnir héldu að hann væri svikari.

Jötunheimur / Útgarður

Er heimkynni jötna og þursa í norrænni goðafræði sem búa á útjaðri jarðarinnar.

Þau eru öll afkomendur risans Ýmis sem fæddist í Ginnungagapi sem var áður en jörðin varð til við upphaf alheimsins.

Hann varð til með þeim hætti að frost Niftheims blandaðist eldum Múspelsheims.

Kýrin Auðhumla sleikti saltsteina og við það urðu jötnar til sem síðar settust að í
Nifheima.

Loki Laufeyjarson er margbrotinn persónuleiki og jafnframt neikvæðasta goðið í ásatrú.

Loki er sagður fríður og fagur sýnum, illur í skaplyndi og mjög fjölbreytinn í háttum.

Hann hefur þá eiginleika umfram aðra menn er slægð heitir.

Hann er hálfur jötun og hálfur ás.

Óðinn og bræður hans Vilji og Vé drápu svo Ými og smíðuðu jörðina í miðju Ginnungagapi.

Úr húð hans gerðu þeir löndin, úr blóðinu varð sjór, úr hárinu yrðu til tré, beinin urðu að klettum og úr höfuðkúpu
varð til himininn í kringum jörðina og úr heilanum voru sköpuð ský.

Sköpun mannsins

Óðinn, Vili og Vé sáu eitt sinn tvo rekaviðsdrumba, sá fyrsti var álmviðardrumbur og blés Óðinn líf konu í hann, sá seinni var eskitré og úr því myndaðist maður þegar Óðinn blés líf í hann.

Vili gaf þeim svo málið og Vé gaf þeim æsluroðann, skynsemina og hin fimm skilningarvit.

Ljósálfaheimur

Ljósálfar eru máttugar verur, kallaðar jafnt af guðum sem dauðlegum til að miðla
málum í veraldlegum málum.

Nærvera þeirra geislar og þeir eru velviljaðir mönnum, jafnframt aðstoða þeir guðina í þeirra göfugu iðju og ber að elska þá , óttast og virða.

Ljósálfarnir geisla frá sér ljósi og lifa í ríki birtu, svörtu álfarnir óttast hins vegar dagsbirtu.

Í sumum goðsögnum er talið að dvergur, eða svartálfur, hafi orðið að steini þegar hann varð fyrir geislum sólarinnar.

Guðinn Freyr stjórnar Álfheimum.

Ásgarður

Ásgarður er bústaður guðanna og er reistur á Iðjuvöllum þar er Askur Yggdrasill, tré sem er
með þrjár rætur ein í Ásgarði, ein í Jötunheimum og sú þriðja í Niflheims.

Til að ferðast úr Ásgarði þarf
að nota regnbogabrúnna Bifröst sem er stöðugt gætt að guðinum Heimdalli sem býr við Himnabjörg við jarðar þröm, þar sem himinni og jörð mætast.

Guðinn Heimdallur, sonur Óðins og níu mæðra sem allar
voru systur, er vörður goðanna og himinbrúarinnar Bifrastar og blæs í lúður sinn Gjallarhorn í upphafi
ragnaraka til að aðvara goðin.

Það er sagt að hann sé með ofur sjón, ofur heyrn þannig að hann heyrir grasið vaxa og hann þurfi minnni svefn heldur en fugl. 

Óðinn er svalur en hann er guð visku, dauðra, herkænsku, galdra og skáldskapar.

Hann er æðsta og elsta goð norrænnar goðafræði eins og hún birtist í Snorra Eddu.

Hann er faðir annarra goða og er því kallaður Alföður.

Hann er skáldskapar-goð, dauðra-goð og hernaðar-goð, og auk þess er hann goð töfra,
galdra, rúnastafa og algleymis.

Honum er lýst sem eineygðum með langt skegg, oft í skykkju og með breiðan hatt.  

Hann er alltaf í fylgd með hröfnunum sínum Huginn og Muninn og úlfunum, Geri og Freki.

Frigg af Ásaætt, kona Óðins móðir Baldurs býr í Fensölum, hún er ástargyðja og gyðja hjúskapar (verndari fjöskyldunnar).

Hún er einnig talin afskaplega fögur. 

Baldur sonur Friggjar og Óðins býr í Breiðablik en þaðan er mjög viðsýnt.

Baldur er sjálfur svo fagur að
það lýsir af honum og er hann vitrastur ásanna.

Hann á son sem heitir Forseti og býr í Glitni (hinn glansandi), bústaðurinn er silfri þarkinn salur borinn af súlum, veggjum og bitum úr gulli.

Glitnir er besti dómstaðurinn og þar eru öll sakavandræði leidd til lykta.

Bragi guð skáldskapar, sonur Óðins og giftur gyðjunni Iðunni sem gætir gulleplana.

Guðinn Týr er guð himnanna , stíðs- hugrekkis og Þinggoð.

Týr er einhentur með sítt hár.

Hann fórnaði hægri hendinni sinni við að binda Fenrisúlfinn svo að Miðgarður væri öruggari staður.

Þrumugoðið Þór býr í Bilskirni sem eru með 640 dyr og er staðsett á Þrúðvöngum.

Þór sterkastur allra ása, verndari þeirra og manna.

Honum er líkt sem sterklegum, rauðskeggjuðum og með stingandi augnaráð.

Þór á hamar sem heitir Mjölnir sem enginn getur hafið á loft nema hann. 

Iðunn er gyðjan sem gætir gulleplana sem goðin borða til að halda sér ungum og er hún kölluð sú sem endurnýjar.

Einherjar eru þeir sem fallið hafa í bardaga.

Þeir búa í Valhöll Óðins þar sem eilífir bardagar fara fram en þegar þeim er lokið dag hvern er etið og drukkið.

Á þakinu stendur geitin Heiðrún og gæðir sér á tré sem
ber nafnið Léraður.

En af henni kemur sá mjöður sem einherjar drekka.

Hjörturinn Eikþyrnir bítur einnig af þessu sama tré.

Siður var að prýða hallir með dýramyndum og er Valhöll engin undantekning þar á.

Á sunnanverðum enda himinsins er salurinn Gimlé en hann er fegurstur allra sala og bjartari en sólin.

Þessi salur mun standa er bæði jörð og himinn hafa farist og munu einungis góðir og réttlátir menn búa þar.

Eir er gyðja (í Snorra Eddu nefnd valkyrja), hún var sögð lækna bestur.

Mímir var guð mikillar visku og bjó í Ásgarði en í stríði við Vani missti hann höfuðið Óðin hélt því lifandi með töfrajurtum og galdraþulum, þannig var vísdómur Mímis ávallt til staðar fyrir Óðinn þegar hann þurfti að leysa úr erfiðum málum, einnig þeirra sem leituðu til hans með ráð.

Ragnarrök

Fenrisúlfur gleypir sólina og tunglið, stjörnurnar hverfa í himininn, jörðin skelfur og fjöll brotna og tré rifna upp með rótum, öll bönd slitna og fenrisúlfur losnar.

Hafið ræðst á landið og
Miðgarðsormurinn skríður upp á landið og  blæs eitri yfir allt lofið og öll vötn.

Í öllum þessum látum þá
rifnar himininn og þegar Múspellssynir ætla yfir Bifröst þá brotnar hún og þeir fara á völl sem heitir Vígríður.

Heimadallur blæs í gjallarhorn og vekur goðina, Óðinn og Fenrisúlfur fara í orrustu og
Fenrisúlfur gleypir Óðinn.

Þór berst svo við Miðgarðsorminn sem hann drepur en Þór deyr svo af eitri
sem Miðgarðsormurinn blés á hann.

Freyr berst svo við Surt, Surtur drepur Frey, Hundurinn Gammur losnar og berst við Týr og báðir falla í þeim bardaga og svo berjast Fenrisúlfur og Viðar.

Viðar rífur kjaftinn á honum í sundur, Surtur slær eld yfir jörðina og brennir allan heiminn.

Gullveig stundaði að gera galdra og seiði, var kölluð norn í Snorra-Eddu og leiddi til eins stærsta stríðs milli Æsa og Vana sem breytti stöðu guðanna til frambúðar.

Fenrisúlfur

Er jötunn í úlfsham, sonur Loka og Angurboðu, syskini hans eru Miðgarðsormur og Hel.

Í upphafi stóð ekki mikil ógn af Fenrisúlfi, en hann stækkaði fljótt og ógnaði að lokum jafnvel ásunum.

Æsir urðu að gera eitthvað í málunum og ákváðu að binda hann fastan.

Fyrst bjuggu þeir til fjötur sem
hét  Læðingur.

Þeir sögðu Fenrisúlfi að frægð og frami myndi fylgja honum ef að honum tækist að leysa
sig úr þeim fjötri.

Fenrisúlfi fannst það lítið mál að slíta sig úr því.

Þaðan er komið máltækið „að leysa úr læðingi“ sem merkir „að kalla eitthvað fram“.

Æsir ákváðu að búa til nýjan fjötur sem kallaður var  Drómi og var tvöfalt sterkari en Læðingur.

Sögðu æsin þá að tvöföld frægð biði hans ef honum tækist að leysa sig úr þessum fjötri.

Úlfurinn fer létt með það að leysa sig úr reipinu.

Þaðan er komið orðatiltækið „að drepa úr dróma“ sem merkir „að leysa úr fjötrum“.

Æsir voru farnir að örvænta og sendu  Skírni  (skósveinn Freys) í Svartálfaheim þar sem hann fékk dverga til að búa til fjötur úr 6 hlutum:

 Dyn kattarins (hljóðinu sem kemur frá fótatakinu)
 Skeggi konunnar
 Rótum bjargsins
 Sinum bjarnarins
 Anda fisksins
 Hráka fuglsins

Nýting þessara hluta í fjöturinn skýrir ástæðu þess að þeir eru ekki til staðar, s.s. búið að nota þá upp til eilífðar.

Fjöturinn sem búinn var til úr þessu efni var skýrður Gleipnir og leit sakleysislega út, mjög lítill og þunnur, en var í raun búinn göldrum.

Úlfurinn áttaði sig á því að æsir voru að reyna að plata hann vegna þess hve fjöturinn var smár en goðin sannfærðu hann um að ef hann gæti ekki sjálfur losað sig myndu þau losa
hann og því til sönnunar lagði Týr hönd sína að veði í gin úlfsins.

Fjöturinn slitnaði ekki og missti Týr höndina því að goðin losuðu úlfinn að sjálfsögðu ekki.

Fenrisúlfur stendur síðan bundinn í Jötunheimum til  ragnaraka.

Völuspá segir að í  ragnarökum  muni Fenrisúlfur losna úr fjötrum sínum.

Hann mun verða svo stór að gin hans nær frá jörðu og upp í himin er hann gapir.

Fenrisúlfur mun berjast við Óðinn í ragnarrökum og
mun vega hann. 

Víðir , sonur  Óðins , mun hefna hans með því að stíga með öðrum fætinum í neðri góm úlfsins, en teygir hönd sína upp í efri góm hans við himin og kjálkabrýtur hann.

Yggdrasill

Yggdrasill, lífsins tré, greinar þess breiða úr sér yfir alla heimana og rætur þess ná inn í þrjá þeirra.

Nafnið merkir hestur Óðins (Ygg= Óðinn og Drasill=drösull=hestur), sem er dregið af atburðinum
þegar að Óðinn reið upp í tréð til að læra rúnirnar.

Einnig er líka talað um Yggdrasil sem Mímis tré,og Asks tré(Askur Yggdrasil).

Mímisbrunnur er brunnur viskunnar sem Óðinn fékk að súpa á og gaf fyrir það annað auga sitt.

Ein af rótum Yggdrasill nær inn í Ásgarð, önnur í heim Hrímþursana, og sú þriðja í Niflheim.

Þetta er samkvæmt heimildum Snorra Eddu., nánar tiltekið í Gylfaginning þá teygja rætur þess sig í heim Jötnana, niður til hennar Heljar, og í Miðgarð.

Örn einn trónir efst í greinum trésins og á milli augna hans er haukur sá heitir Veðurfölnir. 

Þar er líka íkorni að nafni Ratatoskur, sem fer með boð á milli arnarins (ófriðar orð) og nöðrunar Níðhöggs.

Níðhöggur er ormurinn (drekinn) sem nagar rætur Yggdrasils.

Til gamans má geta að Tolkien hefur eflaust fengið að láni þessar sagnir úr norrænni Goðafræði í Hringadróttnissögu, sem og svo mörg önnur nöfn úr Ásatrúnni.

Í trénu eru líka fjórir hirtir sem heita: Dáinn, Dvalinn, Duneyr og Duraþrór, sem gæða sér á
laufblöðum þess.

Heiðrún geit Óðins og hjörturinn Eikþyrnir gæða sér einnig á laufum þess.

Með öllu þessu áti sem á sér stað í trénu þá þarf nú einhver að sjá um að hlúa að því,þar koma örlaga nornirnar við Urðarbrunn undir rótum þess til sögunnar.

Örlaganornirnar heita Urður, Verðandi og Skuld og sitja við rætur trésins Yggdrasil og spinna örlagavef mannanna.

Nornirnar hella vatni yfir tréð á hverjum degi og viðhaldandi þannig berki þess hvítum.

Úr trénu kemur hunangsdögg og líka ber sem örva frjósemi kvenna.

Tréð er því túlkað sem lífskraftur/lífsgjöf, og er því ekki skrítið að fyrstu mannverurnar Askur og
Embla eru sögð vera búin til úr við, svo ekki sé nú minnst á manneskjurnar Líf og Leifþrasir sem koma til með að fela sig í trénu á meðan að Ragnarök standa yfir og nærast á hunangs dögginni þar
til þau geti endurvakið mannkynið.

Þrír hanar gala og boða fyrir Ragnarök, þeir heita Fjalar sem heldur til í skógi, Gullinkambi sem býr í
Valhöll og hinn þriðji er rauður ónefndur sem galar við Hel.

Heimildir: Snorra Edda, Völuspá, Vafþrúðnismál
Norræn goðafræði, eftir Ólaf Briem