Áramótaspá Miðlun að handan fyrir árið 2023

Við erum afar þakklát fyrir starfið á síðasta ári og viljum þakka kærlega öllum þeim sem tóku þátt í starfinu með okkur. Árið 2022 vorum við til dæmis með þróunarhópa, námskeið, þemakvöld, skyggnilýsingar og auðvitað fjölmarga einkatíma í miðlun og heilun.

Við stefnum á enn fleiri spennandi viðburði á nýju ári. Megi nýtt ár verða ykkur öllum kærleiksríkt, gæfuríkt og fullt af nýjum tækifærum.

Áramótaspá Miðlun að handan fyrir árið 2023


Veðurfar:
Mikill snjóþungi fram í mars, en vorar snemma. Sumarið á suðvestur horninu einkennist af
vætutíð en hiti og þurrkar á norður og austurlandi með hættu á sinueldum. Á Suðurlandi og Vestfjörðum verður heitt sumar.


Umhverfismál:
Eldgos fyrir norðurlandi “Askja” og Heklu stórt gos, hefur áhrif á flug í evrópu. Efnahagslega mun Ísland þó hagnast á þessu gosi.

Snjóflóð fljótlega á stað sem hefur oft lent illa í snjóflóðum. Varnagarðar bresta, mikil aðstoð berst erlendis frá. Mikið álag á íslenskum björgunarsveitarfólki vegna stórra verkefna verða til þess að farið verður að skoða að stofna þjóðvarðarsveit sem er með launuðu starfsfólki.

Skriðuföll verða en ekki mikið tjón á mannvirkjum.

Vegaframkvæmdir, upp koma hugmyndir um einkaframkvæmdir á vegum sem falla í grýttan farveg, en endar með stóru samstarfsverkefni erlendra jarðverkta, sveitarfélaga og fjármálafyritækja.

Nýtt flugfélag mun hasla sér völl á Íslandi, lággjalda félag.


Stjórnmál Alþingi, forsetaembættið og sveitarstjórnarmál:
Hrun og ný ríkisstjórn. Önnur svört skýrsla varðadi bankasöluna, mikil spilling kemur upp á yfirborðið og í kjölfarið mun ríkisstjórnin springa. Bjarni Benediktsson hverfur úr stjórnmálum og verður sendiherra í Bandaríkjunum og Katrín Jakobsdóttir fer í loftslagsmálin. Mikið af ungu efnilegu fólki stofnar stjórnmálaflokk hugsanlega umhverfisflokkur með focus á betri nýtingu auðlinda og jafna skiptingu landsauðæfa, þau berjast fyrir því að ungt fólk og fólk á leigumarkaði geti keypt sér húsnæði. Þessi flokkur er klofningur frá Pírötum og þau ná langt. Flokkur Fólksins heldur velli og Sigmundur Davíð heldur sínu striki á sviði stjórnmála. Sameiginlega verða þau í forsvari í stofnun ríkisstjórnar með aðkomu annars hefðbundins flokks, hugsanlega Samfylkingar með breytta yfirstjórn. Ríkisstjórn alþýðunnar.

Vegagjöldin verða ekki sett á en auðlindaskattur í staðinn. Það verður komið til móts við öryrkja og aldraða með því að minnka skatta og gefa þeim tækifæri á að vinna án þess að fastar bætur minnki.

Átak verður gert í því að gefa ungum öryrkjum tækifæri á atvinnumarkaði.

Lýðheilsumál verða í fararbroddi, þar sem læknavísindi og óhefðbundnar lækningar verða mikið í umræðunni.

Nýr borgarstjóri í Reykjavík talar um spillingu í fjármálum fyrri borgarstjórnar sem tengist lóðarkaupum við bryggju þar sem er verið að hampa vini sínum. Jón Gnarr mun tjá sig um málið. Þetta mál vefur uppá sig og veldur því að Þorsteinn mun ekki halda áfram sem borgarstjóri. Mikil krísa og óánægja borgaranna með uppþoti og kröfu um að menn verði kallaðir til ábyrgðar gagnvart lögum. Kona tekur við borgarstjóraembættinu, líklega úr röðum Sjálfstæðismanna.

Íþróttir
Við eigum eftir að hampa sigri á aþjóðlegum leikvöllum í íþróttum sem eru ekki mikið í sviðsljósinu.

Afreksmaður í íþróttum kemur úr röðum fatlaðra.

 

Verkalýðsmál:
Áframhaldandi erfiðleikar innan Eflingar, mikið af launþegum munu færa sig í annað stéttarfélag og verða einhverjar breytingar í kjölfar þess.

Atvinnulíf mun blómstrar og mikill hagvöxtur þrátt fyrir almennan samdrátt í Evrópu. Efnahagsleg uppsveifla á Íslandi og mikil aukning á ferðamannastraumi.

 

Lögreglan:
Ríkissaksóknari tekur til rannsóknar mál sem tengist tollskýrslum og innflutningi á pörtum úr vopnum. Málið á sér nokkra áratuga brotaferli. Pabbi ríkislögreglustjóra dreginn til ábyrgðar og í kjölfarið verður uppstokkun í yfirstjórn lögreglumála. Upp kemur stórt fíkniefnamál og tvö stór morðmál sem valda óhug út fyrir landsteinana. Lögregla fær leyfi til að nota rafvopn en ekki líður á löngu þar til hún fer einnig að bera skotvopn vegna aukins þunga í glæpamálum skipulagðar glæpastarfsemi og klíkumyndunar í undirheimum.

 

Fjölmiðar og áhrifavaldar:
Starfsemi Rúv verðum með öðrum hætti, miklar breytingar þar.

Þjóðþekktir einstaklingar munu falla frá á árinu bæði sem tengjast stjórnmálum og listum.

Leikhópurinn X mun slá í gegn sem aldrei fyrr.

Miðlun að handan kemur með nýjungar sem munu slá í gegn og festa sig í sessi sem brautryðjendur nýrrar sýnar á andleg mál.

Kynlífsskandall tengist Alþingi og þjóðþekktum einstaklingi.

 

Andleg málefni og trúmál:
Mikil vakning á andlegum málum, fjöldi nýrra einstaklinga kemur fram á sjónarsviðið og mikið af ungu fólk hefur áhuga á að kynna sér spírititma.

Myrkur yfir kirkjunnar mönnum, biskupinn hverfur frá kirkjunni. Radíus bróðir sækist eftir að verða biskup en annar þekktur karlmaður tekur við. Ásakanir um kynferðislegt ofbeldi eru að hluta til tilhæfulausar ásakanir og ekki á rökum reistar. Karlmaðurinn tekur við en mun ekki starfa lengi og verður ekki sameiningatáknið sem vonast var eftir. 2024 verður aftur farið að leita að leiðtoga lúthersku kirkjunnar á íslandi.


Erlent:
Mataskortur á heimsvísu, mikil vakning á að nýta óhefðbundin hráefni og verð á vatni nær nýjum hæðum.

Heimsfriður næst í samstarfi við Indland, Frakkland, Ísrael og Þýskaland. Bylting verður í Rússlandi þar sem forseti þeirra hefur verið veginn af eigin þegnum á flótta frá landinu. Í kjölfarið sest Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að samningaborði í vor um frið við Rússland.

Í Bandaríkjunum verður Trump dæmdur fyrir landráð, Joe Biden fær á sig mikla gagnrýni og eitthvað verður um óeirðir en ekkert í líkingu við það sem búist var við. Ameríka hefur fundið sig í því hlutverki að vera lögregla heimsins. Joe bíður sig aftur fram til forseta en þegar líður að þriðja árinu er farið að halla undan heilsu hans og spurning að kona taki við embættinu í framhaldinu.

Í Bretlandi þarf Breska kóngafólkið að taka á honum stóra sínum, miklir erfiðleikar á ferðinni. Enn eitt hneykslið kemur upp sem verður til þess að Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle, koma ekki til Bretlands aftur í langan tíma.

Karl bretlandskonungur glímir við andleg veikindi og mun ekki ríkja lengi sem konungur, hann höndlar ekki álagið af starfinu.

Bretar fara aftur inn í Evrópusambandið.

Kína mun styrkjast þegar þeir hafa náð tökum á covidfaraldrinum með vorinu.

Danmörk: þjóðarsorg mun ríkja þegar þjóðhöfðingi kveður skyndilega.

Norðmenn: konungsfjölskyldan tekst á við mikil veikindi en hlutirnir verða bjartari en áhorfir. Mikil hernaðruppbygging og uppbygging í varnamálum sem tengjast olíuauðæfum norðmanna.

Svíþjóð: Mikið um hryðjuverk og elda, innflytjendamál í brennidepli, ríkisfjármál í rúst. Miklar sviptingar í stjórnmálum, þjóðin vill fá skýrar línur varðandi afbrot og brottvísun erlendra sakamanna.

Norður Kórea: tilraunir með kjarnavopn halda áfram sem endar með stórslysi og verður til þess að leiðtogi þeirra þarf að leita sér alþjóðlegrar hjálpar.

Stríðsátök verða í Serbíu, miklar hörmungar í Kosovo þar sem NATO grípur inní.

Elon Musk selur aftur Twitter með miklu tapi.

Suður-Kóreumenn setja á stofn verslanir með hjálpartæki ástarlífsins og mikil sala á kynlífsdúkkum, sem menn samnýta og upp kemur faraldur af áður óþekktum kynsjúkdómi.

 

 

*Áramótaspá Miðlun að handan er ætluð til gamans og ber ekki að taka sem heilögum sannleik. Miðlun að handan ber ekki ábyrgð á sannleiksgildi ofangreinds texta og ekki skal nota hann til að taka ákvarðanir.