andleg vakning
eftir Önnu Kristínu Axelsdóttir Sandholt
Til að útskýra það, þurfum við að gera okkur grein fyrir því að erum andlegar verur líka, ekki bara líkami og sál. Samkvæmt alheimslögmálunum erum við líka andlega tengd hvort öðru og öllu sem er.
Það að upplifa andlega vakningu er persónulegt fyrir hvern og einn, við förum í gegnum mismunandi hluti, því við erum stödd á mismunandi stöðum í andlegum þroska og tengingum og þetta getur verið mjög persónulegt ferli og oft mjög ruglingslegt.
Afhverju erum við að upplifa þessa andlegu vakningu, hvað er að gerast?
Samkvæmt mínum leiðbeinendum og því sem ég hef kynnt mér um þessi mál, er það vegna þess að við erum komin svo langt frá uppruna okkar. Við vorum tengdari náttúrunni og okkur sjálfum hér áður fyrr, en höfum eiginlega bara gleymt því.
Andlega hliðin hefur verið bæld niður í okkur í svo langan tíma, okkur talið trú um að það sé skrýtið að vera andlega tengd og jafnvel hræðsluáróður eins og það að vera andlega tengdur sé merki þess að viðkomandi sé í tengslum við djöfulleg öfl og allt þetta hefur verið notaði til að hafa stjórn á okkur.
Því ef við hugsum út í það, hvernig væri heimur þar sem við værum öll andlega tengd öllu, gætum séð í gegnum vitleysuna og þessa þörf annara að stjórna okkur?
Við myndum sennilega ekki láta mjög vel að stjórn og myndum ekki þurfa á mörgu að halda sem gerir aðra að þessu stjórnunar afli í okkar lífi.
Mögulega er það ástæðan fyrir þessari andlegu bælingu sem hefur viðhafist í gegnum tíðina. En við erum flest öll að vakna og taka eftir ýmsu sem við getum ekki útskýrt með berum orðum.
Við sem vorum næm sem börn erum að upplifa næmni okkar aftur og þau sem ekki hafa fundið fyrir næmni áður eru að upplifa eitthvað alveg nýtt.
Jörðin er að fara í gegnum tíðnis uppfærslu og hefur verið í þessu ferli í all nokkur ár, við erum að vakna til að getað fylgt með og því fylgja ákveðnir vaxtarverkir, ef svo má að orði komast og stundum fylgir hræðsla þessu ferli, sem er alveg skiljanlegt.
Það eru nokkur einkenni sem margir finna fyrir og mig langar að telja upp nokkur sem ég hef sjálf upplifa og heyrt aðra tala um líka, þetta er alls ekki tæmandi listi og margir finna fyrir einhverju af þessu eða jafnvel öllu og sumir bara einhverju allt öðru, en algengt er td.
- Suð í eyrum
- Höfuðverkur
- Orkuleysi/orku ójafnvægi
- Sjóntruflanir
- Öflugri draumar/að muna draumana betur
- Að sjá útundan sér td. skugga ofl sem við getum ekki útskýrt
- Efling á skyggni/næmni sem við höfðum sem börn
Getum við stjórnað hversu mikið við finnum fyrir einkennum við þessa vakningu og hvernig eflum við þetta?
Ef við hugsum okkur að það sem við veitum eftirtekt það vex og það sem við lærum nýtt eflist þegar við notum það, er þá hægt að heimfæra það á andlegar tengingar líka?
Svo sannarlega, það að uppgötva eitthvað sem við getum allt í einu gert, eflist við notkun.
Hugleiðsla er að mínu mati annað sem við getum notað og er svo mikill lykill og góð leið til að efla tengingar við aðrar víddir og allt þetta dulræna. Vegna þess að öflug tenging við okkur sjálf er ein besta leiðin, að mínu mati, til að tengjast öllu öðru líka. Það að þekkja okkur sjálf og okkar innra vel, hjálpar okkur að skilja hvenær við erum að fá skilaboð, svar eða hjálp annars staðar frá.
Ég vona að þessi pistill hafi svarað einhverjum spurningum fyrir þig kæri lesandi.
En ef þú hefur áhuga á að kafa dýpra í þessi mál, endilega kíktu á námskeið Andleg vakning, þú finnur það hér á heimasíðunni undir námskeið.