félagsaðild og félagsgjöld
Til að gerast félagi að Miðlun að handan þarf að sækja um félagsaðild hjá félaginu á þar til gerðu skráningarformi þar sem fram kemur nafn, símanúmer kennitala og tölvupóstfang. Stjórnin samþykkir eða hafnar umsókninni á grundvelli þeirra skilyrða sem sett eru fram í samþykktum og reglum félagsins.
Félagsgjald hefur verið ákveðið 6000 kr. fyrir árið.
Félagsmenn fá tvo afsláttarmiða á ári sem gilda sem 2 fyrir 1 á skyggnilýsingarfund og 1stk.1000 kr. afsláttarmiða sem má nýta í einka- eða hóptíma.
Félagsmenn eru á forgangslista á námskeiðum.
Skilyrði fyrir því að vera gildur félagi er að vera búinn að greiða félagsgjald og hafa verið virkur í starfsemi félagsins í amk. 6 mánuði.
Allir virkir styrktaraðilar geta gerst félagsmenn Miðlun að Handan án kröfu um að árgjald sé greitt aukalega, enda nemi styrkurinn hærri upphæð en 6.000 kr.
Skilgreining á virkum félagsmanni/styrktaraðila er einstaklingur sem greitt hefur framlag til félagsins, í a.m.k. 6 mánuði á undanfarandi 12 mánuðum, að lágmarki 6.000 kr. eða meira, er með gildan greiðslusamning og er ekki í skuld við félagið.
Hafi einstaklingur gert eitthvað til þess að sverta nafn félagsins eða nafn einhverns sem tengdur er félaginu, notfært sér aðstöðu sína til eigin framdráttar á kostnað félags eða félagsmanns, eða brotið gegn siða – og trúnaðarreglum félagsins, hefur stjórn félagsins heimild til að neita þessum einstakling inngöngu í félagið, án frekar útskýringa.
Stjórn félagsins getur ákveðið að víkja félaga úr samtökunum sé ákvörðunin tekin af meirihluta stjórnar. Heimilt að taka slíka ákvörðun hafi félagi brotið gegn ákvæðum samþykkta þessara og/eða öðrum bindandi leiðbeiningum sem gefnar eru út af félaginu eða ef félagi skaðar félagið og/eða orðspor þess.
Þegar tekin er ákvörðun um brottvikningu skal ákvörðunin tilkynnt félaga skriflega.
Ákvörðunin öðlast strax gildi. Félagi getur, innan 30 daga frá dagsetningu bréfs, krafist þess að brottvikning sé borin undir stjórn og hún endurskoðuð af stjórn samtakanna.
Hafi félagi ekki greitt félagsgjald í meira en 3 mánuði frá gjalddaga lítur stjórn svo á að vanskil félagsgjalds séu ígildi uppsagnar félagsaðildar.
Til að nýta kosningarétt á aðalfundum, þarf félagsaðili að vera gildur.
Þ.e. að hafa verið virkur í amk 6 mánuði, vera með félagsgjald sitt greitt og í skilum,
hafa skrifað undir trúnaðar samning og hafa eingöngu sýnt af sér háttsemi sem gæti talist til góðs fyrir félagið
Reglur samþykktar af stjórn Miðlun að Handan þann 23.10.23