Hjálparmiðlun er miðlun þar sem helsta áherslan er á heilsu viðkomandi. Í þeim tímum eru því sterkari tengingar við þau sem í sinni jarðvist unnu við heilsu og heilbrigði fólks. Þessi tegund af miðlun er líka stundum kölluð samtalsheilun þar sem miðillinn getur miðlað upplýsingum og heilandi orku sem veitir fólki ráðgjöf og stuðning varðandi heilsutengd málefni.