Íris Arnardóttir

Cranio, viðtal-Samtalsmeðferð

Íris
Arnard

Býður upp á heildræna meðferð fyrir þá sem langar að samþætta huga, sál og líkama. Þú getur valið um samtalsmeðferð eða meðferð á bekk. Íris hefur lokið fimm árum í Háskóla Íslands í uppeldis, menntavísindum og ráðgjöf og hefur 20 ára reynslu á því sviði. Íris blandar saman ýmsum fræðilegum verkfærum úr Mindfullness Therapy, CranioSacral Therapy, Somatic Therapy og almennri ráðgjöf. • Ertu á krossgötum í lífinu og vilt stuðning • Ertu að upplifa andlega vöknun og vilt stuðning • Hefurðu farið í hugvíkkandi ferðalag og vantar eftirfylgni eða stuðning til að spegla reynslu þína (integration) Rými og traust er það sem byggir upp árangursríka meðferð. Ef þú vilt afla þér meiri upplýsinga um Írisi eru þær að finna á heimasíðunni hennar innriviska.com

Bókaðu tíma hjá Íris hér